Í tilefni af Sjómannadeginum um næstu helgi stendur Framsýn fyrir kaffiboði í Kaupfélaginu á Raufarhöfn föstudaginn 10. júní. Kaffi og tertur í boði frá Kvenfélagi Raufarhafnar. Opið hús verður frá kl. 16:00 til 18:00. Allir velkomnir og rúmlega það. Sjáumst í stuði á föstudaginn. Fulltrúar frá Framsýn verða á staðnum hressir að vanda.
Framsýn stéttarfélag