Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar verður haldinn þriðjudaginn 31. janúar í fundarsal félagsins. Fundurinn hefst kl. 20:00. Sjá dagskrá:
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Í lok fundar verður boðið upp á hefðbundnar veitingar í boði félagsins. Skorað er á félagsmenn innan deildarinnar að fjölmenna á fundinn.
Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar