Forkastanleg ummæli seðlabankastjóra

Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands furðar sig á ummælum seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun, um að Hagvaxtaraukinn muni ekki koma sér vel. Launafólk um land allt sem fær, í samræmi við taxtahækkun kjarasamninga, 10.500 króna hækkun útborgaða 1. maí, á ekki skilið slíka sendingu frá seðlabankastjóra. Hækkunin endurspeglar þann hagvöxt sem er í efnahagskerfinu og auðvitað á launafólk að njóta þess.

Það hefur minna heyrst frá Seðlabankanum um ofurhækkanir efstu laga samfélagsins, sem koma eins og köld vatnsgusa framan í launafólk. seðlabankastjóri ætti ef til vil að hugsa um hvort þær hækkanir ,,komi sér vel“ núna í aðdraganda kjarasamninga.

 

 

 

 

 

 

Deila á