Framsýn hefur ákveðið að styrkja kaup á nýjum öflugum björgunarbát til Húsavíkur um kr. 200.000,- en söfnun fyrir bátnum stendur yfir um þessar mundir. Björgunarsveitin Garðar hefur fjárfest í opnum harðbotna slöngubát af gerðinni Atlantic 75 af bresku sjóbjörgunarfélagi. Áætlað er að báturinn kosti tæpar 10 milljónir. Garðar á fyrir björgunarbát sem sveitin taldi rétt að endurnýja enda umferð um Skjálfanda stóraukist á síðustu árum, ekki síst með tilkomu hvalaskoðunarferða frá Húsavík og strandveiða. Nýi báturinn verður mun öflugri en sá sem fyrir er.
Björgunarsveitin Garðar gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Sveitin hefur nú fest kaup á öflugum björgunarbát til Húsavíkur.