Framsýn boðar til félagsfundar um kjara- og íbúðakaup

Félagsfundur verður haldinn í Framsýn- stéttarfélagi þriðjudaginn 17. janúar kl. 17:15 í fundarsal félagsins. Málefni fundarins eru kjaramál og kaup á nýjum íbúðum í Reykjavík fyrir félagsmenn. Í næstu viku mun ráðast hvort samningunum verður sagt upp eða ekki. Þá eru uppi hugmyndir um að skipta út núverandi íbúðum Framsýnar í Reykjavík fyrir nýjar. Sjá dagskrá fundarins:

Dagskrá:

  1. Endurskoðun kjarasamninga
  2. Íbúðakaup í Reykjavík
  3. Önnur mál

Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á félagsfundinn.

Framsýn- stéttarfélag

Deila á