Í morgun byrjaði Jóhanna Björnsdóttir hjá Vinnumálastofnun en stofnunin er með skrifstofu í húsnæði stéttarfélaganna á Húsavík. Við það tækifæri afhenti forstöðumaður stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum Jóhönnu lyklavöldin að skrifstofunni. Jóhanna tekur við af Hilmari Val Gunnarssyni sem ráðinn hefur verið til Þekkingarnets Þingeyinga. Jóhanna verður í 40% starfi og verður opið frá kl. 11:00 til 14:00 alla virka daga.
Það er ekki bara á stjórnarheimilinu sem menn skiptast á lyklum.