Það er alltaf mikið um heimsóknir félagsmanna og gesta á Skrifstofu stéttarfélaganna. Stefán formaður Starfsmannafélags Húsavíkur kom við í morgun til að ganga frá nokkrum málum fyrir jólin. Fleiri góðir gestir hafa verið á ferðinni og litið við.
Sævar Guðbrandsson og Svavar C. Kristmundsson tóku landsmálin fyrir og voru ekki alveg sammála um stöðuna og störf ríkistjórnarinnar.
Stefán er hér að fara yfir fundargerðarbók Starfsmannafélagsins. Með honum er barnabarnið Guðfinna Björg sem er greinilega efnilegur verkalýðsleiðtogi eins og afi gamli á Húsavík en Guðfinna Björg býr á höfuðborgarsvæðinu.
Siggi Illuga og Ágúst Óskarsson fóru einnig yfir stöðuna í morgun. Þeir vildu að það yrði tekið fram að þeir hefðu ekki fengið sér konfekt þrátt fyrir að það væri í boði enda báðir í miklu aðhaldi að eigin sögn.