Stapi hækkar hámarkslán og útvíkkar lánsrétt

Lsj. Stapi hefur ákveðið að gera breytingar á lánareglum sjóðsins. Helstu breytingar eru:

  • Lánsréttur var rýmkaður. Allir sem greitt hafa til sjóðsins eiga lánsrétt.
  • Hámarkslánsfjárhæð hækkuð í 70 milljónir.

Breytingin hefur þegar tekið gildi. Nánari upplýsingar um lánareglur sjóðfélagalána Stapa er að finna á heimasíðu sjóðsins stapi.is.

Á vefsíðu sjóðsins er einfalt að sækja um lán og greiðslumat. Með því að sækja um lán með rafrænum skilríkjum auðvelda umsækjendur sér umsóknarferlið til muna þar sem nánast öll gögn fyrir greiðslumatið eru sótt rafrænt.

Frekari upplýsingar eru í boði á skrifstofu sjóðsins.

Deila á