Atvinnuleitendur sem staðfesta atvinnuleit milli 20. nóvember og 3. desember á árinu 2021 og eru tryggðir samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar í nóvember mánuði eiga rétt til greiðslu desemberuppbótar.
Áætlað er að greiða út desemberuppbótina 15. desember nk.
Fjárhæðir:
Hámarksfjárhæð uppbótarinnar er 92.229 kr. og hún er aldrei lægri en 23.057 kr.
Með hverju barni á framfærslu atvinnuleitanda er greitt aukalega 6% af óskertri desemberuppbót eða 5.534 kr.
Greiddur er skattur af desemberuppbót.
Skilyrði:
Staðfesta atvinnuleit milli 20. nóvember og 3. desember 2021.
Teljast tryggður í nóvember mánuði 2021.
Til að eiga rétt á fullri desemberuppbót þarf atvinnuleitandi að hafa verið skráður atvinnulaus í 10 mánuði á árinu 2021 eða meira og eiga fullan bótarétt.
Atvinnuleitandi sem á ekki fullan bótarétt og hefur verið skráður atvinnulaus í 10 mánuði eða meira fær hlutfallslega uppbót í samræmi við rétt sinn til atvinnuleysisbóta.
Dæmi vegna hlutabótaréttar og 10 mánuði á skrá:
- 75% bótaréttur þá er desemberuppbót 69.171 kr.
- 50% bótaréttur þá er desemberuppbót 46.114 kr.
- 25% bótaréttur þá er desemberuppbót 23.057 kr.
Atvinnuleitandi sem hefur verið skráður skemur en 10 mánuði atvinnulaus fær hlutfallslega desemberuppbót miðað við fjölda mánaða sem hann hefur verið á skrá og í samræmi við bótarétt sinn.
Dæmi ef þú hefur verið skemur en 10 mánuði á skrá:
- Ef þú hefur verið 4 mánuði á skrá og átt 100% bótarétt þá átt þú rétt til 40% desemberuppbót eða 36.891 kr.
- Ef þú hefur verið 6 mánuði á skrá og átt 50% bótarétt þá átt þú rétt til 30% desemberuppbótar eða 27.668 kr.