Starfsgreinasamband Íslands er um þessar mundir að hefja undirbúning vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins þrátt fyrir að kjarasamningar sambandsins og Samtaka atvinnulífsins séu ekki lausir fyrr en 1. nóvember 2022. Á morgun, miðvikudag, mun hópur á vegum sambandsins setjast yfir bókanir í kjarasamningi SA og SGS er viðkemur ferðaþjónustusamningnum. Formaður Framsýnar mun koma að þessari vinnu fyrir sambandið. Í kjölfarið, væntanlega í byrjun desember, verður síðan fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Það er um bókanirnar og framgang þeirra og hvernig fara skuli með þær en bókanirnar eru hluti af gildandi kjarasamningi aðila.