Í gær undirrituðu forsvarsmenn Framsýnar og Fjallalambs á Kópaskeri samkomulag um launakjör við sauðfjárslátrun hjá fyrirtækinu í haust. Sláturtíðin hefst þann 16. september og er áætlað hún standi yfir í um 5 vikur. Slátrað verður um 25.000 fjár. Frekar illa hefur gengið að manna sláturhúsið í ár en um 70 starfsmenn koma að slátrun. Að staðaldri starfa um 17 starfsmenn hjá fyrirtækinu sem er þekkt fyrir góðar og vandaðar kjötvörur.