Framsýn hefur látið gera nýja kynningarbæklinga á ensku, pólsku og íslensku um helstu réttindi félagsmanna hjá Framsýn. Það er úr sjóðum félagsins s.s. úr sjúkra- orlofs og starfsmenntasjóði. Þá er einnig búið að uppfæra bæklinga á ensku og íslensku fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Félagsmönnum er velkomið að nálgast bæklingana á Skrifstofu stéttarfélaganna.