Um síðustu mánaðarmót voru 93 á atvinnuleysisskrá á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum og hefur atvinnuástandið lagast verulega frá því í vetur. Hluti þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá eru á bótum á móti skertu starfshlutfalli. Það sem af er ágústmánuði hefur atvinnuleysið haldið áfram að fara niður á við sem eru gleðilegar fréttir og rúmlega það. Til viðbótar má geta þess að dæmi eru um að fyrirtæki hafi ekki getað haldið úti reglulegri starfsemi vegna vöntunar á starfsfólki, þannig að framboð á vinnu hefur verið töluvert á svæðinu.
Atvinnuleysið skiptist þannig milli sveitarfélaga:
Norðurþing 51
Tjörneshreppur 1
Þingeyjarsveit 19
Skútustaðahreppur 6
Langanesbyggð 16
Svalbarðshreppur 0