Laganefnd Framsýnar lagði til töluverðar breytingar á félagslögum á aðalfundi félagsins. Að mati Laganefndarinnar var löngu tímabært að ráðast í breytingar á lögunum. Markmið breytinganna er að færa lögin nær nútímanum og þeim breytingum sem orðið hafa á starfsemi félagsins og stéttarfélaga á undangengnum árum auk þess að skýra betur einstakar greinar. Eftir góðar umræður á aðalfundinum voru lagabreytingarnar bornar upp í einu lagi og samþykktar samhljóða. Lagabreytingarnar taka ekki gildi fyrr en Alþýðusamband Íslands hefur fjallað um þær og tekið afstöðu til þeirra.