Lof á starfsemi Framsýnar

Aðalfundur Framsýnar fór fram síðasta miðvikudag. Fundurinn fór vel fram og voru fundarmenn ánægðir með starfsemi félagsins á umliðnu starfsári. Þrátt fyrir Covid gekk reksturinn vel en félagsmönnum fækkaði umtalsvert á árinu sem tengist fækkun starfa í ferðaþjónustu enda lítið verið um ferðamenn undanfarna mánuði og ár. Ekki er vitað til þess að stéttarfélag hafi áður kolefnisjafnað starfið en aðalfundargestir fengu að gjöf 50 plöntur til að gróðursetja sem samkvæmt útreikningum þurfti til að kolefnisjafna starf Framsýnar á síðasta ári, það er á móti akstri starfsmanna og annarra félagsmanna sem ferðuðust á vegum félagsins á síðasta ári, það er keyrandi. Þá töldu fundarmenn fulla ástæðu til að þakka starfsmönnum félagsins fyrir vel unninn störf í þágu félagsmanna. Nánar verður sagt frá fundinum í næstu viku auk þess sem Fréttabréf er væntanlegt með helstu upplýsingum.

Það var ekki svona rosalega þungt yfir fundarmönnum á aðalfundinum eins og ætla má miðað við þessa mynd. Fundurinn fór vel fram og mikikl ánægja er með starfsemi félagsins.
Deila á