Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar fundar – aðalfundur framundan

Stjórnar og trúnaðarráð Framsýnar stéttarfélags kemur saman til fundar á morgun, miðvikudaginn 12. maí kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Að venju tekur stjórn Framsýnar-ung þátt í fundinum. Mörg mál eru á dagskrá fundarins. Reiknað er með að aðalfundur félagsins verði haldinn í byrjun júní nú þegar heimilt er að halda 50 manna „snertifundi.“ Ekki er áhugi fyrir því innan Framsýnar að halda rafrænan aðalfund þess vegna hefur verið beðið með að halda fundinn þar til heimilt verður að halda „snerti“ aðalfund sem  nú liggur fyrir.

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

2. Inntaka nýrra félaga

3. Aðalfundur félagsins

4. Lagabreytingar

5. Heimild til að afskrifa skuldir

6. Ársfundur Lsj. Stapa

7. Trúnaðarmannanámskeið

8. Málefni Þorrasala

9. Áætlunarflug Hús-Rvk

10. Orlofsmál 2021

11. Vinnutímabreytingar hjá starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga

12. Formannafundur SGS

13. Fyrirspurn um stöðu atvinnuleitenda tekin fyrir

14. Aðalfundur Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum

15. Vinnustaðaheimsóknir/heimsóknir í skóla

15. Önnur mál

Deila á