Framsýn stéttarfélag þakkar kærlega fyrir allar kveðjurnar sem bárust í gær í tilefni af því að 110 ár eru liðin frá því að Verkamannafélag Húsavíkur var stofnað þann 14. apríl 1911, nú Framsýn stéttarfélag. Einn af þeim sem kom við á skrifstofunni og færði félaginu blómvönd var Kristbjörn Óskarsson, sá mikli höfðingi. Miðað við stöðuna í dag á Framsýn bara eftir að eflast til framtíðar, félagsmönnum og samfélaginu öllu til hagsbóta. Takk fyrir okkur.