Blásið til fundar í stjórn og trúnaðarráði Framsýnar

Í ljósi þess að losað hefur verið um hömlur hvað varðar þann fjölda sem má koma saman er hér með boðað til langþráðs fundar í stjórn og trúnaðarráði Framsýnar mánudaginn 8. mars kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Að sjálfsögðu nær fundarboðið líka til stjórnar Framsýnar-ung.

Í upphafi fundar verður fundarmönnum boðið upp á vöfflur með rjóma og rabarbarasultu.

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

2. Inntaka nýrra félaga

3. Afmæli félagsins

4. Félagsmenn og tekjur félagsins

5. Fjármál félagsins

6. Orlofsmál 2021

7. Lagabreytingar/skipuð nefnd

8. Erindi frá Björgunarsveitinni á Raufarhöfn

9. Uppgjör vegna VHE

10. Ráðningarbréf endurskoðanda

11. Bílakaup

12. Þing SGS 21.-22. okt.

13. Aðalfundur Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum

14. Félagsmannasjóður

15. Vinnutímabreytingar 1. maí

16. Hátíðarhöldin 1. maí

17. Kjör á trúnaðarmönnum: Olís – Pálína Þórunn GK 49

18. Formannafundur SGS

19. Hvalaskoðunarsamningur  

20. Önnur mál

a) Staða lágtekjufólks

Deila á