Um þessar mundir er allt á fullu hjá Norðlenska á Húsavík sem rekur eitt öflugasta sauðfjársláturhús landsins. Áætlaður sláturfjöldi er rétt rúmlega 90.000 fjár og síðasti sláturdagur er áætlaður 30. október. Að slátrun og vinnslu koma milli 170-180 manns. Meðan á sláturtíðinni stendur er einnig mikið líf á Húsavík enda koma margir starfmenn um langan veg til að vinna tímabundið hjá Norðlenska meðan á vertíðinni stendur og halda síðan heima á leið aftur.
Guðmundur Flosi og meistari Sigurjón eru meðal öflugra starfsmanna hjá Norðlenska á Húsavík.