Eftir einstaklega gott sumar gráta himnarnir þessa dagana, það er að sjálfsögðu gert fyrir gróðurinn, ekki okkur mannfólkið. Félagsmenn Framsýnar og Þingiðnar eru velkomnir í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna og reyndar aðrir sem þurfa á bestu húfum í heimi að halda meðan rigningin gengur yfir. Gjörið þið svo vel og lítið við hjá starfsfólki stéttarfélaganna. Við erum að venju í stuði og tökum vel á móti ykkur.