Aðalfundur sjómannadeildar Verkalýðsfélags Þórshafnar var haldinn á Eyrinni 2. febrúar. Í deildinni eru 15 karlar og stjórn skipa: Sigfús Kristjánsson formaður, Hallgrímur Óðinn Pétursson varaformaður, Jóhann Ægir Halldórsson ritari og varamenn eru Birgir Indriðason og Óli Ægir Steinsson.
Að loknum venjulegum aðalfundastörfum voru málin rædd og eitt heitasta mál sjómanna er að sjálfsögðu afnám sjómannaafsláttarins,enda þykir flestum það ósanngjarn gjörningur. Það er t.d. á sama tíma og þingmenn telja eðlilegt að þiggja dagpeninga vegna vinnuferða erlendis og utan Reykjavíkur.