Fundað reglulega um stöðuna

Þrátt fyrir að hefðbundin fundarhöld liggi að mestu leyti niðri vegna samkomubanns yfirvalda hefur færst í vöxt að menn fundi í gegnum netforrit. Í því sambandi má geta þess að forsvarsmenn Framsýnar funduðu í morgun annars vegar með sveitarstjórum í Þingeyjarsýslum með þessum hætti sem og Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambands Íslands. Formaður Framsýnar situr í framkvæmdastjórn sambandsins. Þá funda formenn Starfsgreinasambands vikulega með þessu sama fyrirkomulagi þar sem formennirnir bera saman bækur sínar varðandi stöðuna á félagssvæðum þeirra. Segja má um alla fundina að þeir séu gagnlegir og skili tilætluðum árangri.

 

Deila á