Vegna samkomubanns heilbrigðisyfirvalda til 4. maí hafa stéttarfélögin í Þingeyjarýslum orðið að aflýsa hátíðarhöldum sem vera áttu í íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí.
Hátíðarhöldin hafa á hverjum tíma verið mjög fjölsótt en um 600 gestir hafa komið í höllina að meðaltali undanfarin ár. Fjöldinn hefur mest farið upp í um 900 manns.
Að sjálfsögðu verða stéttarfélögin að hlíta ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um samkomubann. Að ári liðnu verður vonandi hægt að bjóða upp á magnaða dagskrá við flestra hæfi enda hafa hátíðarhöld stéttarfélaganna alltaf verið vel tekið af þingeyingum og gestum þeirra.