Hvernig er gengið frá samkomulagi milli fyrirtækja og starfsmanna um skert starfshlutfall?

Afar mikilvægt er að gengið sé rétt frá málum þegar fyrirtæki semur við starfsmenn um að taka á sig skert starfshlutfall. Hér má sjá samkomulag sem hægt er að styðjast við þegar gengið er frá samkomulagi um skert starfshlutfall. Þetta form er til á íslensku, ensku og pólsku.

Samkomulag
um tímabundna lækkun starfshlutfalls

Vegna tímabundins samdráttar í rekstri fyrirtækisins er samkomulag milli (heiti fyrirtækis og kennitala) og (nafn starfsmanns og kennitals) um tímabundna lækkun starfshlutfalls.

Starfshlutfall er nú ___% og verður ____%.

(Lýsa getur þurft hvað felst í lækkuðu starfshlutfalli, t.d. hvort lækkað starfshlutfall í vaktavinnu feli í sér færri eða styttri vaktir (eða bæði) eða hvaða áhrif það hefur á fasta kvöld- og helgarvinnu).

Lægra starfshlutfall / breyttur vinnutími gildir á tímabilinu frá ____________ til ___________ 2020.

Á tímabilinu verða laun lægri sem nemur lækkun starfshlutfalls (eða tilgreina nánar m.v. breyttan vinnutíma).

 

Forsendur:

Forsenda samkomulags þessa er að starfsmaður geti á tímabilinu sótt um og fengið greiddar atvinnuleysisbætur á grundvelli sérstaks bráðabirgðaákvæðis laga um atvinnuleysistryggingar.

Bráðabirgðaákvæði um atvinnuleysisbætur á móti skertu starfshlutfalli gildir til 1. júní 2020.

Ef rekstrarforsendur breytast er fyrirtækinu heimilt án ástæðulausrar tafar að hækka starfshlutfall starfsmanns í allt að fyrra hlutfalli.

 

Staður og dagsetning

 

F.h. (heiti fyrirtækis)                                                                     (nafn starfsmanns – undirritun)

Deila á