Um síðustu mánaðamót rann út frestur til að skila inn lista eða tillögum um fólk í trúnaðarstörf á vegum Framsýnar stéttarfélags fyrir komandi kjörtímabil sem eru tvö ár, það er frá aðalfundi félagsins 2020 til aðalfundar 2022. Ekki bárust aðrar tillögur eða listar en frá trúnaðarráði félagsins um félagsmenn í stjórnir, ráð eða nefndir á vegum félagsins. Því er sjálfkjörið í trúnaðarstörf í Framsýn fyrir næsta kjörtímabil. Um 80 manns gegna trúnaðarstöðum fyrir félagið á hverjum tíma, það er fyrir utan trúnaðarmenn á vinnustöðum sem eru um þessar mundir um tuttugu.
Fjölmargir koma að stjórnunarstörfum fyrir Framsýn á hverjum tíma.