Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, var gestur á fjölmennum og áhugaverðum bæjarmálafundi Framsóknarfélagsins á Húsavík í morgun. Ásamt honum var Guðmundur Vilhjálmsson frá SANA, samtökum atvinnurekanda í Þingeyjarsýslum gestur fundarins. Fundurinn var fjörugur og skiptumst menn á skoðunum um málefni sveitarfélagsins, atvinnu- og velferðarmál.