Framsýn stéttarfélag hefur tekið í notkun nýja orlofsíbúð á Akureyri sem er í Furulundi 11 E og hefur þegar verið opnað fyrir útleigu á íbúðinni til félagsmanna sem er í raðhúsi. Fyrstu gestirnir fóru í íbúðina síðasta föstudag. Það fór vel á því að það væri Svava Árnadóttir og fjölskylda frá Raufarhöfn enda Svava verið mikil baráttukona fyrir því að Framsýn eignaðist íbúð á Akureyri fyrir félagsmenn. Við það tækifæri afhendi Ósk Helga varaformaður Framsýnar Svövu blómvönd frá félaginu.