Síðasta þriðjudag funduðu fulltrúar Norðurþings og Framsýnar með forsvarsmönnum Vinnumálastofnunnar. Fundurinn fór fram á Húsavík. Tilgangur fundarins var að fara yfir sameinginleg mál er varðar þjónustu Vinnumálastofnunar við skjólstæðinga sína á svæðinu og samskipti stofnunarinnar við hagsmunaaðila, það er Norðurþing og Framsýn. Fulltrúar Framsýnar komu ýmsu á framfæri enda telur félagið þjónustu við atvinnuleitendur ekki vera ásættanlega á félagssvæðinu. Fulltrúar Vinnumálastofnunar svöruðu fyrir sig og lögðu fram sínar skýringar. Vilji er til þess að taka upp aukið samstarf er varðar málefni þess hóps sem um ræðir.