Félagar í Þingið samþykktu kjarasamninginn

Í gær lauk atkvæðagreiðslu um kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins sem Þingiðn á aðild að og undirritaður var í byrjun maí. Félagar í Þingiðn samþykktu samninginn sem og önnur aðildarfélög Samiðnar fyrir utan Félag járniðnarmanna á Ísafirði.

Já sögðu 64,5%

Nei sögðu 32,3%

Auðir 0%

Alls voru 77 félagsmenn á kjörskrá, atkvæði greiddu tæplega 41% félagsmanna.

 

Deila á