Vorfundur SSSFS (samtaka stjórnenda á stjórnsýslu- og fjármálasviðum sveitarfélaga) stendur yfir á Húsavík um þessar mundir. Í gær var formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, fenginn til að vera með erindi fyrir fundarmenn sem hann nefndi „Samstarf sveitarfélaga, verkalýðsfélaga og hagsmunaaðila“. Fundur SSSFS fer fram á Fosshótel Húsavík auk þess sem hópurinn kynnir sér atvinnuuppbyggingu og samfélagsmál á svæðinu. Án efa koma fundarmenn til með að upplifa góða tíma á Húsavík ekki síst þar sem veðrið er frábært.