Í dag var gengið frá samkomulagi um breytingu á kjarasamningi milli (ASÍ)Starfsgreinasambands Íslands fh. aðildarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Um er að ræða útfærslu launaþróunartryggingar fyrir tímabilið 2017 til 2018 sem byggir á Rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27. október 2015.
Launaþróunartryggingin gildir frá 1. janúar 2019 með nýrri launatöflu, ASÍ-V, sem hækkar um 1,7% frá gildandi launatöflu.
Sveitarfélögin munu greiða þetta sem eingreiðslu um leið og hægt verður að koma því við, það er við næstu eða þar næstu mánaðamót.
Félagsmenn Framsýnar geta nálgast frekari upplýsingar á skrifstofu félagsins.