Áríðandi upplýsingar til verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar – English below

Ágæti félagsmaður, Nýr kjarasamningur aðildarfélaga LÍV og Samtaka atvinnulífsins sem Framsýn, stéttarfélag á aðild að var undirritaður þann 3. apríl sl. Samningur þessi gildir fyrir félagsmenn Framsýnar sem starfa við verslunar- og skrifstofustörf.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn fer fram 11.- 15. apríl. Atkvæðagreiðslan er rafræn og fer fram á www.landssamband.is. Þá verður einnig hægt að kjósa á heimasíðu Framsýnar, www.framsyn.is. Kynningarfundur um samninginn verður í fundarsal stéttarfélaganna föstudaginn 12. apríl kl. 20:00.

Samningurinn felur í sér nýja nálgun til bættra lífskjara. Áhersla á kjarabætur til þeirra sem hafa lægstu launin er rauði þráðurinn í samningnum en um það er almenn sátt í samfélaginu. Samið var um krónutöluhækkanir eins og lagt var upp með í upphafi samningaviðræðna en auk þess eru launahækkanir að hluta tengdar þróun hagvaxtar og er gert ráð  fyrir árlegri endurskoðun taxtalauna í ljósi launaþróunar á almennum vinnumarkaði. Þá er vinnuvikan stytt, en það var eitt helsta áherslumál LÍV/Framsýnar í samningaviðræðunum, og sveigjanleiki aukinn. Eitt meginmarkmið samningsins er að stuðla að vaxtalækkun sem eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022. Með því að skoða meðfylgjandi slóð sem er inn á heimasíðu VR er hægt að fræðast betur um samninginn en sami kjarasamningur gildir fyrir félgasmenn Framsýnar sem starfa við verslun- og skrifstofustörf.  Sjá helstu atriði samningsins hér.

Atkvæðagreiðslan hefst fimmtudaginn 11. apríl og stendur til hádegis þann 15. apríl næstkomandi.

Ákvörðunin er ykkar, félagsmanna. Ég hvet alla til að kynna sér samninginn, nýta atkvæðisrétt sinn og taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Hvert atkvæði skiptir máli!

Húsavík 9. apríl 2019

Fh. Framsýnar stéttarfélags

Aðalsteinn Árni Baldursson formaður 

 

Dear member,

A new collective agreement was signed between LÍV/Framsýnar union and SA Confederation of Icelandic Enterprise on 3. april. Voting on this agreement will take place between 11. – 15 April. The voting is electronic and will be accessible from www.landssamband.is.

This agreement has a new approach that is aimed at improving living standards. The main emphasis is on compensation for those who have the lowest salary in compliance with the mood of society today. It was our intention from the start  of negotiations to get a wage increase in fixed króna amounts but also to have it partly linked to the development of economic growth. Also our tariff rate will be annual re-evaluated in the light of wage developments in the private sector. Further, the work week is shortened, which was one of LÍV/Framsýnar’s main issues during the negotiations, and working hour flexibility is increased. One of the main goals of the agreement is to promote interest rate cuts that should increase household disposable income.

The agreement period is from 1. april 2019 to 1. november 2022.

Voting begins on Thursday 11. april and runs until noon on 15. april.

LÍV/Framsýn members, the decision is yours. I urge everyone to study the agreement, exercise their voting rights, and vote. Every single vote counts!

Húsavík 9. apríl 2019

Fh. Framsýnar, union

 Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Chairman of Framsýn

 

Deila á