Beint í Karphúsið

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, hefur verið boðaður í Karphúsið í fyrramálið. Þar mun hann hitta fyrir fulltrúa frá VR, Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og Verkalýðsfélagi Grindavíkur sem hafa boðið Framsýn sérstaklega velkomið í hópinn. Þessi félög eru þekkt fyrir að standa vörð um kjör félagsmanna. Fundur með Samtökum atvinnulífsins hefst kl. 10:00 í húsnæði ríkissáttasemjara. Aðalsteinn sagðist eiga sér þann draum að samningsaðilar settust niður á morgun með það að markmiði að ná viðunandi kjarasamningi fyrir sína umbjóðendur. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum afturkallaði Framsýn samningsumboð sitt frá Starfsgreinasamandi Íslands í morgun eftir ákvörðun þess efnis á fundi félagsins í gærkvöldi.

 

Formaður á suðurleið í baráttuhug. Á meðfylgjandi mynd er hann með fyrrverandi félögum sínum í löndunargengi Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Á efri myndinni er Aðalsteinn með Elísabetu S. Ólafsdóttur sem starfar hjá embætti ríkissáttasemjara. 

 

 

 

Deila á