Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið á vegum Framsýnar á Raufarhöfn. Námskeiðið klárast síðar í dag. Á þessu námskeiði eru teknir fyrir þættir eins og sjálfstyrking , einelti, stjórnunarstílar og leiðtogar á vinnustöðum. Námskeiðið hefur gengið mjög vel og eru þátttakendur afar ánægðir með veru sína á Raufarhöfn. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sigurlaug Gröndal.
Það er föngulegur hópur trúnaðarmanna á námskeiði á Raufarhöfn. Eftir námskeiðið í gær fóru þátttakendur og skoðuðu Heimskautagerðið sem er í byggingu. Virkilega áhugavert verkefni.
Svava Árnadóttir fór með hópinn í skoðunarferð um Raufarhöfn í gærkvöldi. Margt forvitnilegt var skoðað. Hér er Torfi Aðalsteins að skoða teikningu af dverg, hugsanlega er hann ættaður úr Bárðardal eins og Torfi. Í það minnsta er Torfi greinilega áhugsamur um myndina.
Það er mikil og góð hefð fyrir handverki á Raufarhöfn. Öll aðstaða er til fyrirmyndar. Hér er Svava að fræða menn um starfsemi handverkshópsins sem hefur vinalegt hús til afnota undir starfsemina.