Góðir gestir komu í heimsókn til Framsýnar í gær. Þetta voru þær Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður og Silja Jóhannesdóttir sveitarstjórnarfulltrúi á Húsavík. Þær gegna þessum störfum fyrir Samfylkinguna. Heilsuðu þær upp á formann Framsýnar til að fræðast um stöðuna í kjaraviðræðum verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Aðalsteinn greindi þeim frá því enda þátttakandi í viðræðunum fyrir hönd Framsýnar. Byggða- og atvinnumál komu einnig til umræðu og tillögur um skattamál og húsnæðismál sem lagðar hafa verið fram. Fundurinn var gagnlegur fyrir gestina og formann Framsýnar.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður og Silja Jóhannesdóttir sveitarstjórnarfulltrúi eru hér ásamt formanni Framsýnar, Aðalsteini Árni Baldurssyni.