Framsýn stendur fyrir tveggja daga trúnaðarmannanámskeiði í byrjun apríl. Það er 1. og 2. apríl, sem er mánudagur og þriðjudagur. Ætlast er til þess að allir trúnaðarmenn Framsýnar sæki námskeiðið sem jafnframt verður opið þeim trúnaðarmönnum sem eru í öðrum stéttarfélögum á svæðinu eins og Starfsmannafélagi Húsavíkur, Þingiðn og Verkalýðsfélagi Þórshafnar. Reiknað er með að halda námskeiðið á Húsavík í fundaraðstöðu stéttarfélaganna.
Stéttarfélögin stóðu fyrir tveggja daga fjölmennu trúnaðarmannanámskeiði á síðasta ári sem fór vel fram.