Framsýn stendur fyrir trúnaðarmannanámskeiði í vikunni. Námskeiðið verður haldið á Raufarhöfn á fimmtudaginn og föstudaginn á Hótel Norðurljósum. Alls eru 12 trúnaðarmenn skráðir á námskeiðið. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Sigurlaug Gröndal frá MFA. Framsýn heldur reglulega námskeið fyrir trúnaðarmenn en þeir eiga samkvæmt kjarasamningum rétt á viku eða tveggja vikna námskeiði á hverju ári. Það fer eftir fjölda starfsmanna á vinnustað viðkomandi trúnaðarmanns.