Um þessar mundir stendur SGS, í samstarfi við systursamtök sín á Norðurlöndunum, fyrir árlegri herferð undir yfirskriftinni #notonthemenu, eða „Við erum ekki á matseðlinum“. Þetta er gert til að benda á að fólk í þjónustustörfum verður fyrir áreitni í sínum störfum og hvetja fólk til að sýna því virðingu.