Þing Alþýðusambands Norðurlands fór fram á föstudaginn og laugardaginn. Þingið fór vel fram og var mjög málefnalegt. Á þinginu var ályktað um nokkur mál s.s. um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Þar sem ályktanirnar hafa ekki borist verða þær vonandi settar inn á næstu dögum. Agnes Einarsdóttir var kjörin varaformaður sambandsins en hún kemur frá Framsýn. Þá var Jónas Kristjánsson kjörinn í varastjórn sambandsins. Verkalýðshreyfingin heldur þingstörfum áfram í þessari viku en þá fer fram þing Starfsgreinasambands Íslands. Þingið verður haldið í Reykjavík. Framsýn á rétt á 5 fulltrúum og Verkalýðsfélag Þórshafnar á rétt á einum fulltrúa.
Um 100 þingfulltrúar voru á þingi AN á Illugastöðum.
Ný stjórn tók við völdum á þinginu. Agnes Einarsdóttir kemur frá Framsýn inn í stjórnina sem varaformaður og Jónas Kristjánsson frá Þingiðn sem varamaður í stjórn. Nýr formaður sambandsins er Hjördís Gunnarsdóttir.
Gunnar og Einar, fulltrúar Framsýnar, fara yfir málin á þinginu.