AN þingið hafið á Illugastöðum

Í morgun hófst 32. þing Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum. Yfir 100 fulltrúar frá stéttarfélögum á Norðurlandi eru á þinginu, þar af eru um 15 fulltrúar frá stéttarfélögum í Þingeyjarsýslum. Helstu málefni þingsins eru kjaramál, ferðaþjónusta á Norðurlandi, reynsla af eftirliti með vinnustaðaskilríkjum og samfélagsleg ábyrgð stéttarfélaga. Þá hefur Framsýn óskað eftir að umræða verði á þinginu um niðurskurð stjórnvalda til heilbrigðisþjónustu í landinu.  Þinginu lýkur svo á morgun, laugardag.  Sjá dagskrá þingsins:                                                                          

Þingboð

 Stjórn Alþýðusambands Norðurlands boðar til 32. þings Alþýðusambands Norðurlands. Þingið verður haldið að Illugastöðum í Fnjóskadal 7.-8. október 2011 (föstudag til laugardags).

 Dagskrá 32. þings Alþýðusambands Norðurlands

Föstudaginn 7. október 2011

10:30         Setning þingsins

                      Ávarp forseta ASÍ

                      Skýrsla stjórnar

                      Ársreikningar 2009 og 2010

                      Skipun kjaramála- og atvinnumálanefndar

                      Skipun kjörbréfanefndar

12:00     Hádegisverður (súpa og brauð)

13:00     Staða/horfur í kjaramálum

                 Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ

Fyrirspurnir og umræður

13:30     Ferðaþjónusta á Norðurlandi

Ásbjörn Björgvinsson, Markaðsráði Norðurlands

Fyrirspurnir og umræður

14:15     Reynsla af eftirliti með vinnustaðaskilríkjum og samvinna við RSK

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ

Fyrirspurnir og umræður

15:00     Kaffihlé

15:20     Samfélagsábyrgð stéttarfélaga

Stefán Einar Stefánsson, formaður VR og LÍV

Fyrirspurnir og umræður

16:00     Önnur mál

17:00     Nefndarfundir            

19:45     Kvöldverður og kvöldvaka, gaman saman

 Laugardaginn 8. október 2011

09:00     Morgunverður

10:00     Afgreiðsla tillagna frá nefndum og stjórn

Afgreiðsla tillagna kjaramálanefndar, atvinnumálanefndar og stjórnar um  fjárhagsáætlun 2011 – 2012

11:15     Kosningar

11:30     Önnur mál

12:00     Þingslit

                 Hádegisverður

 Nefndir á þinginu:

Gert er ráð fyrir að tvær nefndir starfi á þinginu; kjaramálanefnd og atvinnumálanefnd.

Á þinginu mun stjórn sambandsins flytja tillögu um fjárhagsáætlun fyrir árin 2011-2012 og næstu stjórn, varastjórn og skoðunarmenn reikninga.  Jafnframt mun stjórnin sjá um vinnslu og afgreiðslu kjörbréfa.

Deila á