Framsýn boðar til fundar í dag, þeiðjudag, um kjaramál og mótun kröfugerðar. Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna og hefst kl. 17:00. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna og hafa þannig áhrif á kröfugerð félagsins. Tillaga liggur fyrir fundinum um að fela Starfsgreinasambandi Íslands og Verslunarmannafélagi Húsavíkur samningsumboð félagsins.