Fyrir helgina voru fulltrúar Framsýnar í viðræðum við forsvarsmenn Silfurstjörnunnar og Rifós um sérmál starfsmanna. Fram að þessu hefur félagið haft sérkjarasamninga við fyrirtækin sem eru í fiskeldi. Viðræðum verður væntanlega framhaldið í þessari viku.