Forsvarsmenn Framsýnar og Fjallalambs skrifuðu undir samning í dag um kaup og kjör starfsmanna í sláturhúsi fyrirtækisins. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, sagðist ánægður með samninginn í samanburði við gildandi kjör starfsmanna við sauðfjárslátrun á Íslandi. Formanninum var boðið að skoða starfsemina en um 60 starfsmenn eru við störf í sláturtíðinni. Áætlað er að slátra um 30 þúsund fjár. Töluverður fjöldi erlendra starfsmanna kom til starfa í haust þar sem ekki tókst að manna sláturhúsið með innlendu vinnuafli.
Aðalsteinn og Björn Víkingur handsala samninginn eftir fundinn í dag.
Það þarf að vinna mörg handtök í sláturhúsi Fjallalambs.
„Við erum þrjár úr tungunum og til í hvað sem er………………..“ Þessar voru hressar í dag enda almennt létt yfir starfsmönnum í sláturtíðinni.
Pappírarnir gerðir klárir.
Björn Víkingur stendur hér við kjötfjallið. Nú þarf enginn að kvarta yfir því að ekki sé til lambaköt.