Á afmælishátíð Framsýnar síðasta laugardag færði Framsýn, Kvenfélagasambandi Suður Þingeyinga að gjöf 150 bækur af ljóðbókinni Tvennir tímar eftir Björgu Pétursdóttur. Hún fór fyrir stofnun Verkakvennafélagsins Vonar 28. apríl 1918. Að sjálfsögðu vor kvenfélagskonur á svæðinu og tóku við gjöfinni. Mjöll Matthíasdóttir formaður kvenfélagasambandsins tók við gjöfinni og þakkaði kærlega fyrir höfðinglega gjöf.
Kvenfélagskonur voru ánægðar með gjöfina.