Mikið hefur gengið á í salarkynnum skrifstofunnar að undanförnu. Helst ber að nefna að pólitísk framboð hafa fengið hér inni til að stilla upp og samþykkja sína lista.
Eitthvað hefur gengið á þegar eitt framboðið samþykkti sinn lista þar sem barnavagn gleymdist hér á ganginum og hefur ekki verið sóttur enn!
Starfsfólk skrifstofunnar er ekki kunnugt um hver á barnavagninn og auglýsir hér með eftir eigandanum. Mynd af viðkomandi barnavagn er hér að ofan.
Tekið er fram að vagninn er barnlaus.