Veisla 1. maí 2018 -nú verður stuð í höllinni-

Að venju standa stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum fyrir veglegri hátíðardagskrá í íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí. Dagskráin hefst kl. 14:00 og verður fjölbreytt.

Dagskrá:

Ávarp:
Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar

Hátíðarræða:
Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar

Maístjarnan:
Söngvari: Reynir Gunnarsson
Undirleikari Steinunn Halldórsdóttir

Söngur:
Karlakórinn Hreimur
Stjórnandi Steinþór Þráinsson
Undirleikari Steinunn Halldórsdóttir

Grín:
Gísli Einarsson fjölmiðlamaður

Söngur og grín:
Sigga  Beinteins, Guðrún Gunnars og Jógvan Hansen hafa undanfarin ár sungið sig inn í hjörtu landsmanna með skemmtilegri söngdagskrá sem þau kalla „Við eigum samleið“. Skemmst er frá því að segja að uppselt hefur verið á alla tónleika þeirra í Salnum í Kópavogi sl. 4 ár. Þau segja líka skemmtilegar sögur sem tengjast lögunum og gera óspart grín að hvort öðru.

Gestum verður boðið upp á hefðbundnar veitingar, meðan á hátíðinni stendur.

Þingeyingar og landsmenn allir, fjölmennum í höllina og drögum fána að hún á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí 2018.

Framsýn stéttarfélag – Starfsmannafélag Húsavíkur – Þingiðn félag iðnaðarmanna

Deila á