Formenn Framsýnar og VR funduðu fyrir helgina í Reykjavík. Tilgangur fundarins var að fara yfir stöðuna í verkalýðshreyfingunni og hugsanlegt samstarf félaganna ásamt Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness að komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Fundurinn var vinsamlegur í alla staði. Formenn VR, VA og Framsýnar ásamt verðandi formanni Eflingar reikna með að funda strax eftir páskanna og skipuleggja framhaldið.