Á dögunum var eftirlitsmaður stéttarfélaganna á ferðinni í Mývatnssveit. Meðal annars kom hann við í Hótel Reynihlíð þar sem framkvæmdir standa yfir við stækkun og breytingu hótelsins. Á fjórða tug starfsmanna að vinna við framkvæmdirnar sem munu ljúka í sumar. Flestir þeirra starfa hjá byggingaverktakanum Húsheild frá Hafnarfirði.
Eftir breytingu mun herbergjum hótelsins fjölga nokkuð og allt annað endurnýjað eins og kostur er. Þetta verður því ein alsherjar andlitslyfting fyrir hótelið.
Á myndinni er Aðalsteinn, starfsmaður stéttarfélaganna ásamt Einari verkstjóra og Ólafi framkvæmdarstjóra hjá Húsheild.