Fulltrúar Framsýnar munu halda suður til Reykjavíkur í morgunsárið til að funda með Bændasamtökum Íslands um kjarasamning fyrir landbúnaðarverkamenn. Fundurinn verður í húsi Ríkissáttasemjara undir hans stjórn og hefst kl. 11:00. Viðræður aðila hafa gengið hægt undanfarið en formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, sagðist vonast til að samningaviðræðurnar færu að klárast.
Landbúnaðarverkamenn hafa nú verið samningslausir frá 30. nóvember 2010. Bændasamtök Íslands hafa ekki fram að þessu viljað ganga frá nýjum kjarasamningi við Framsýn og önnur stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands.