Fyrir helgina komu góðir gestir í heimsókn frá Félagi vélstjóra- og málmtæknimanna til að kynna sér uppbygginguna á Bakka og á Þeistareykjum. Félagið er landsfélag með aðsetur í Reykjavík. Gestirnir sem komu í heimsókn voru Guðni Gunnarsson, Elzbieta Sajkowska og Benóný Harðarson. Eftir kynningu á framkvæmdunum hjá stéttarfélögunum var farið í heimsókn til forsvarsmanna PCC á Bakka sem tóku vel á móti fulltrúum VM og stéttarfélaganna á Húsavík. Þaðan var síðan haldið á Þeistareyki þar sem fulltrúi á vegum Landsvirkjunar opnaði sína arma og fræddi gestina um stöðvarhúsið og orkuöflun Landsvirkjunar á svæðinu. Meðfylgjandi þessari frétt eru myndir sem teknar voru úr ferð fulltrúa VM norður í Þingeyjarsýslu. Ástæða er til að þakka fullrúum PCC og Landsvirkjunar fyrir góðar móttökur.